Stjarnan tók síðasta sætið í úrslitakeppninni

Dagur Kár Jónsson var stigahæstur gegn sínum gömlu félögum.
Dagur Kár Jónsson var stigahæstur gegn sínum gömlu félögum. mbl.is/Óttar Geirsson

Stjarnan tryggði sér í kvöld áttunda sæti Subway-deildar karla í körfubolta, og sæti í úrslitakeppninni, með sannfærandi 118:100-sigri á KR á útivelli í lokaumferð deildarinnar í kvöld.

Annað árið í röð mætast Stjarnan og Valur í átta liða úrslitum, en Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn á dögunum. Dagur Kár Jónsson, sem skipti úr KR í Stjörnuna á miðju tímabili, skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna. Antonio Williams skoraði 23 fyrir KR.

Höttur hefði með sigri á föllnum ÍR-ingum hafnað í áttunda sæti og farið í úrslitakeppnina í fyrsta skipti, en eftir æsispennandi leik hafði ÍR betur, 80:79. Höttur fékk síðustu sókn leiksins, en tókst ekki að koma skoti að körfu ÍR-inga.  

Taylor Johns var stigahæstur hjá ÍR-ingum með 21 stig og Timothy Guers gerði slíkt hið sama hjá Hetti. Tímabilið var súrsætt hjá Hetti, því liðið hélt sér uppi í fyrsta sinn í sögunni, en rétt missti af sæti í úrslitakeppninni.

Haukar tryggðu sér þriðja sætið með 105:97-sigri á Breiðabliki á heimavelli. Norbertas Giga skoraði 33 stig fyrir Hauka og tók 16 fráköst. Jeremy Smith skoraði 29 fyrir Breiðablik.

Keflavík hefði með sigri á Njarðvík náð þriðja sæti, en Njarðvík vann sætan 82:79-sigur á grönnum sínum. Dedrick Basile skoraði 21 stig fyrir Njarðvík og Halldór Garðar Hermannsson 16 fyrir Keflavík.

Þór frá Þorlákshöfn tryggði sér sjötta sætið með afar sannfærandi 111:59-heimasigri á Grindavík. Styrmir Snær Þrastarson skoraði 24 stig fyrir Þór og Gkay Skordilis 12 fyrir Grindavík, sem hafnar í sjöunda sæti.

Þá vann Tindastóll sterkan 98:71-sigur á Íslandsmeisturum Vals á útivelli. Taiwo Badmus skoraði 30 stig fyrir Tindastól og Ozren Pavlovic 16 fyrir Val.

Átta liða úrslit Íslandsmótsins:
Valur – Stjarnan
Njarðvík – Grindavík
Haukar – Þór Þorlákshöfn
Keflavík – Tindastóll

Keflavík - Njarðvík 79:82

Blue-höllin, Subway deild karla, 30. mars 2023.

Gangur leiksins:: 7:5, 12:12, 17:15, 20:22, 23:24, 29:30, 31:32, 41:38, 42:48, 44:52, 51:53, 57:53, 62:55, 69:65, 75:73, 79:82.

Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 16, Igor Maric 15/6 fráköst, Dominykas Milka 11/5 fráköst, David Okeke 10/10 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 7, Jaka Brodnik 7/5 fráköst, Horður Axel Vilhjalmsson 5/8 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 5, Magnús Pétursson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 21/4 fráköst/6 stoðsendingar, Nicolas Richotti 20/4 fráköst, Jose Ignacio Martin Monzon 10/4 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 10, Lisandro Rasio 9/4 fráköst, Mario Matasovic 5/7 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 4, Haukur Helgi Pálsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jakob Árni Ísleifsson, Jon Thor Eythorsson.

KR - Stjarnan 100:118

Meistaravellir, Subway deild karla, 30. mars 2023.

Gangur leiksins:: 7:10, 14:18, 18:25, 25:34, 35:39, 37:46, 41:55, 46:66, 54:68, 58:80, 65:88, 69:96, 72:100, 82:108, 91:114, 100:118.

KR: Antonio Deshon Williams 23, Aapeli Elmeri Ristonpoika Alanen 21/9 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 17/8 fráköst, Lars Erik Bragason 11, Justas Tamulis 11, Brian Edward Fitzpatrick 9/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 8.

Fráköst: 17 í vörn, 9 í sókn.

Stjarnan: Dagur Kár Jónsson 25, Niels Gustav William Gutenius 23/11 fráköst, Adama Kasper Darbo 16/6 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 13/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Armani T´Bori Moore 9/4 fráköst, Friðrik Anton Jónsson 8, Júlíus Orri Ágústsson 8, Ásmundur Múli Ármannsson 4, Kristján Fannar Ingólfsson 3/6 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Birgir Örn Hjörvarsson, Stefán Kristinsson.

Þór Þ. - Grindavík 111:59

Icelandic Glacial höllin, Subway deild karla, 30. mars 2023.

Gangur leiksins:: 5:4, 11:9, 17:15, 25:17, 35:17, 42:21, 48:21, 48:29, 55:31, 63:38, 69:45, 78:47, 85:52, 95:54, 108:56, 111:59.

Þór Þ.: Styrmir Snær Þrastarson 24/7 fráköst/6 stoðsendingar, Vincent Malik Shahid 23/9 stoðsendingar, Pablo Hernandez Montenegro 20/4 fráköst, Jordan Semple 14/10 fráköst, Emil Karel Einarsson 12, Tómas Valur Þrastarson 9/6 fráköst, Fotios Lampropoulos 4/9 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3, Tristan Rafn Ottósson 2.

Fráköst: 35 í vörn, 8 í sókn.

Grindavík : Gkay Gaios Skordilis 12/10 fráköst, Valdas Vasylius 10, Damier Erik Pitts 10/6 stoðsendingar, Zoran Vrkic 8/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 5, Bragi Guðmundsson 4/4 fráköst, Hilmir Kristjánsson 3, Kristófer Breki Gylfason 3, Magnús Engill Valgeirsson 2, Nökkvi Már Nökkvason 2.

Fráköst: 17 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 550

Haukar - Breiðablik 105:97

Ásvellir, Subway deild karla, 30. mars 2023.

Gangur leiksins:: 10:16, 16:20, 25:24, 34:27, 43:32, 47:36, 56:41, 65:46, 67:52, 71:57, 75:64, 83:73, 87:77, 92:82, 99:92, 105:97.

Haukar: Norbertas Giga 33/16 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 21/11 fráköst, Darwin Davis Jr. 17/9 stoðsendingar, Daniel Mortensen 16/5 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Emil Barja 5, Daníel Ágúst Halldórsson 5, Alexander Óðinn Knudsen 4, Orri Gunnarsson 4/4 fráköst/6 stoðsendingar.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 29/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 18, Julio Calver De Assis Afonso 15/7 fráköst, Danero Thomas 14/4 fráköst, Everage Lee Richardson 14/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Pétursson 3, Sölvi Ólason 2, Clayton Riggs Ladine 2/5 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Aron Rúnarsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Áhorfendur: 134

Höttur - ÍR 79:80

MVA-höllin Egilsstöðum, Subway deild karla, 30. mars 2023.

Gangur leiksins:: 6:6, 17:10, 22:14, 22:19, 24:19, 25:21, 29:31, 33:35, 36:39, 42:39, 51:47, 58:58, 68:63, 72:70, 76:76, 79:80.

Höttur: Timothy Guers 21/7 fráköst/7 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 17/8 fráköst, Obadiah Nelson Trotter 15/4 fráköst, Matej Karlovic 9/7 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 9, David Guardia Ramos 6/6 fráköst, Bryan Anton Alberts 2.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

ÍR: Taylor Maurice Johns 21/18 fráköst/7 stoðsendingar, Martin Paasoja 18, Hákon Örn Hjálmarsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigvaldi Eggertsson 7/5 fráköst, Jónas Steinarsson 7, Friðrik Leó Curtis 6/5 fráköst.

Fráköst: 35 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Einar Valur Gunnarsson, Bergur Daði Ágústsson.

Áhorfendur: 653

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert