„Kúl að mæta á körfuboltaleiki“

Mannþröng við Síkið á Sauðárkróki fyrir leikinn.
Mannþröng við Síkið á Sauðárkróki fyrir leikinn. Ljósmynd/Jóhann Helgi

„Stemningin er frábær og þetta er svo sannarlega hátíðisdagur,“ sagði Hannes S. Jónsson, fyrrverandi formaður KKÍ til 17 ára og núverandi framkvæmdastjóri sambandsins, í samtali við mbl.is í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.

Klukkan 19:15 hefst fjórði úrslitaleikur Tindastóls og Vals í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla en staðan í einvíginu er 2:1, Tindastól í vil.

„Stemningin hefur verið að magnast, ár frá ári, og við höfum náð nýjum hæðum núna ef svo má segja. Þessi tvö lið eru búin að hækka rána og þau lið sem koma á eftir, þurfa að halda áfram að hækka rána ennþá frekar.

Það er orðið kúl að mæta á körfuboltaleiki og það vilja allir mæta á þessa leiki eins og staðan er í dag. Ég hef sagt það í mörg ár að úrslitakeppnin í körfunni er einstök og þetta er einn af hápunktunum í íslensku íþróttalífi, ár hvert,“ sagði Hannes.

En hvernig spáir Hannes leiknum í kvöld?

„Ég hef ekki hugmynd um það! Ég vil samt alltaf oddaleik í úrslitum,“ bætti Hannes við í samtali við mbl.is.

Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ.
Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert