Njarðvík valtaði yfir meistarana

Sara Boama og Hulda María Agnarsdóttir eigast við.
Sara Boama og Hulda María Agnarsdóttir eigast við. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Njarðvík fór illa með Íslandsmeistara Vals er liðin mættust í fyrsta skipti í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld.

Njarðvíkingar voru með 18:17 forskot eftir fyrsta leikhluta og stungu svo af. Staðan í hálfleik var 51:29 og 76:38 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Hann reyndist formsatriði fyrir Njarðvíkinga sem unnu einstaklega sannfærandi sigur.

Selena Lott skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar fyrir Njarðvík. Isabella Ósk Sigurðardóttir og Emilie Hesseldal gerðu 14 stig hvor.

Eydís Eva Þórisdóttir skoraði 14 fyrir Val. Téa Adams skoraði 12.

Njarðvík 96:58 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert