Deildar- og bikarmeistararnir sannfærandi

Daniela Wallen er Keflvíkingum mikilvæg.
Daniela Wallen er Keflvíkingum mikilvæg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur unnu öruggan heimasigur, 83:58, í fyrsta leik einvígi síns gegn Fjölni í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld.

Liðunum gekk illa að skora í upphafi leiks og var staðan 7:2 fyrir Keflavík þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Liðin hrukku betur í gang í seinni hluta leikhlutans og var staðan eftir hann 17:10.

Keflavík hélt forskotinu út hálfleikinn, án þess að hleypa Fjölniskonum mikið nær sér. Var staðan í hálfleik því 37:27.

Keflavík vann svo þriðja leikhlutann 21:17 og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 58:44. Keflavík hélt áfram að bæta við forskotið í lokaleikhlutanum og vann sannfærandi sigur.

Daniela Wallen skoraði 15 stig og tók 15 fráköst fyrir Keflavík. Anna Ingunn Svansdóttir kom sterk af bekknum og gerði 14 stig. 

Korinne Campbell átti afbragðsleik fyrir Fjölni, skoraði 27 stig og tók 19 fráköst. Raquel Laneiro skoraði 20 stig, gaf sjö fráköst og gaf tíu stoðsendingar. 

Keflavík 83:58 Fjölnir opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert