Doncic héldu engin bönd

Luka Doncic kátur í nótt.
Luka Doncic kátur í nótt. AFP/David Jensen

Slóveninn Luka Doncic átti stórkostlegan leik fyrir Dallas Mavericks þegar liðið vann þægilegan sigur á Charlotte Hornets, 130:104, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Doncic var með þrefalda tvennu og stigahæstur í leiknum þegar hann skoraði 39 stig, tók 12 fráköst og gaf tíu stoðsendingar.

Dallas er í fimmta sæti Vesturdeildar með 49 sigra í 79 leikjum og er komið langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar.

Kamerúninn knái samur við sig

Kamerúninn Joel Embiid, sem mun þó leika fyrir landslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í París í sumar, átti ekki síður góðan leik fyrir Philadelphia 76ers í 120:102-sigri á Detroit Pistons.

Embiid skoraði 37 stig, tók 11 fráköst, gaf átta stoðsendingar, stal boltanum þrisvar sinnum og varði tvö skot.

Philadelphia er sem stendur í sjöunda sæti Austurdeildar og á enn möguleika á að komast í sjötta sæti, en liðin í sjöunda til tíunda sæti fara í umspil um hvaða tvö lið fara í átta liða úrslitakeppnina.

Úrslit næturinnar:

Charlotte – Dallas 104:130

Philadelphia – Detroit 120:102

Toronto – Indiana 123:140

Atlanta – Miami 111:117 (2xfrl.)

Milwaukee – Boston 104:91

Chicago – New York 117:128

Houston – Orlando 118:106

Memphis – San Antonio 87:102

Minnesota – Washington 130:121

Oklahoma – Sacramento 112:105

Utah – Denver 95:111

LA Lakers – Golden State 120:134

Phoenix – LA Clippers 92:105

Portland – New Orleans 100:110

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert