Njarðvík einum sigri frá undanúrslitunum

Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Jana Falsdóttir eigast við í öðrum …
Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Jana Falsdóttir eigast við í öðrum leik liðanna á Hlíðarenda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Njarðvík er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik eftir sigur gegn Val, 92:59, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í Ljónagryfjunni í Njaðvík í kvöld. Njarðvík leiðir 2:1 yfir í einvíginu.

Bæði lið virtust stressuð í fyrsta leikhluta.

Valskonur settu niður fyrstu stig leiksins og var það þriggja stiga karfa frá Söru Líf Boama. Njarðvíkurkonur voru ekki lengi að svara fyrir sig og eftir 4 mínútur var staðan 7:7. Eftir það tóku Njarðvíkurkonur forystuna og sigu hægt og rólega framúr Val.

Bæði lið virtust stressuð í upphafi leiks en Njarðvíkurkonur hristu það af sér um miðjan leikhlutan og settu niður hvern þristinn á fætur öðrum. 

Njarðvík var með 9 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 25:16.

Njarðvík stakk af í öðrum leikhluta

Lið Njarðvíkur setti í næsta gír í öðrum leikhluta og má segja að Njarðvíkurkonur hafi skilið Val eftir í ryki eftir annan leikhluta. Njarðvík setti niður körfur í öllum regnbogans lit og juku muninn í 22 stig sem þær héldu út leikhlutann.

Njarðvík leiddi með 22 stigum í halfleik, staðan 54:32.

Stigahæst í liði Njarðvíkur í fyrri hálfleik var Ena Viso með 13 stig en Selena Lott var með 12 stig. Í liði Vals var það Ásta Júlía Grímsdóttir sem var stigahæst í fyrri hálfleik með 13 stig. 

Njarðvík kláraði leikinn í þriðja leikhluta. 

Það var jafnt á með liðunum í þriðja leikhluta og virtust Valskonur ætla að ná að minnka muninn en allt kom fyrir ekki því Njarðvíkurkonur settur niður tvær þriggja stiga körfur og eina tveggja stiga í lok þriðja leikhluta og juku muninn í 27 stig sem var útilokað fyrir Valskonur að vinna upp í fjórða leikhlutanum. 

Fjórði leikhluti formsatriði fyrir Njarðvík

Fjórði leikhlutinn var algjört formsatriði fyrir Njarðvík sem héldu áfram að yfirspila Valskonur. Njarðvík vann að lokum 33 stiga sigur 92:59 og eru komnar með annan fótinn í undanúrslitaviðureign gegn annað hvort Grindavík eða Stjörnunni. 

Stigahæst í liði Njarðvíkur var Ena Viso með 15 stig og Andela Strize var með 14 stig. Í liði Vals var Ásta Júlía Grímsdóttir með 15 stig. 

Liðin mætast aftur á Hlíðarenda á föstudag. 

Njarðvík 92:59 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert