Frakkar mörðu Spánverja

Frakkar fagna glæsilegum sigri gegn Spáni í dag.
Frakkar fagna glæsilegum sigri gegn Spáni í dag. AFP

Kvennalandslið Frakklands í körfuknattleik tryggði sér í dag sæti í undanúrslitunum á Ólympíuleikunum í Tókýó með naumum 67:64-sigri gegn Spáni.

Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn þótt Frakkar hafi verið með forystu lungann af leiknum.

Að því er ekki spurt í körfuknattleik og var forysta Frakka jafnan fremur lítil.

Spánverjar komust yfir þegar skammt lifði leiks, 57:60, og var hann þá í járnum síðustu mínúturnar.

Þegar 17 mínútur voru eftir var staðan 65:64, Frökkum í vil. Spánverjar brutu strax í tveimur sóknum í röð og Frakkar skoruðu úr tveimur af fjórum vítaskotum.

Staðan orðin 67:64 og nægur tími fyrir eina sókn í viðbót hjá Spánverjum. Maite Cazorla reyndi að jafna metin með þriggja stiga körfu en skot hennar geigaði þegar fjórar sekúndur voru eftir á leikklukkunni og Frakkar létu tímann svo renna út.

Frakkar eru þar með komnir í undanúrslit og munu mæta heimakonum á föstudagsmorguninn.

Marine Johannes var stigahæst í leiknum með 18 stig fyrir Frakkland og stigahæst Spánverja var Astou Ndour með 16 stig.

Maite Cazorla niðurlút eftir að skot hennar á ögurstundu geigaði.
Maite Cazorla niðurlút eftir að skot hennar á ögurstundu geigaði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert