Fjórar greinar á dagskrá RIG í dag

Listskautakeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í Skautahöllinni í Laugardal.
Listskautakeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í Skautahöllinni í Laugardal. Ljósmynd/Kjartan Einarsson

Reykjavíkurleikarnir fara fram í 12. sinn þessa dagana en þeir hófust 24.janúar og standa yfir til 3.febrúar. Í dag verður keppt í fjórum greinum á leikunum: hjólreiðum, keilu, listskautum og skvassi.

Keila

Keilukeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í Egilshöll. Spiluð verður forkeppni í fimm riðlum fram á laugardag en á sunnudag verður keppt til úrslita með útsláttarfyrirkomulagi. 34 erlendir keppendur frá sex löndum taka þátt í mótinu, meðal annars þrjár atvinnukonur í keilu og sigurvegarinn frá því í fyrra, Jesper Agerbo frá Danmörku. Fyrstu tveir riðlarnir fóru fram í gær og er Matthias Möller frá Svíþjóð efstur eftir daginn. Í dag klukkan 10-13 verður spilaður 3.riðill keppninnar og 4.riðill klukkan 14-17. Nánari upplýsingar má finna hér.

Listskautar

Listskautakeppnin fer fram í  Skautahöllinni í Laugardal. Um 80 erlendir gestir frá 18 löndum eru komnir til landsins til að taka þátt. Keppni stendur yfir frá klukkan 11:00-19:00 í dag en setningarathöfn mótsins verður klukkan 16 í dag. Nánari dagskrá og upplýsingar má finna vef Skautasambandsins.

Skvass

Keppni í skvassi fer fram í húsnæði Skvassfélags Reykjavíkur á Stórhöfða í dag klukkan 18-21. Keppni heldur svo áfram á morgun klukkan 11 og lýkur um klukkan 16. Flestir af bestu spilurum landsins taka þátt.

Hjólasprettur

Brekkusprettur á hjóli fer fram á Skólavörðustígnum í kvöld klukkan 19-21. Keppendur spretta upp Skólavörðustíginn tveir og tveir í einu í útsláttarkeppni. Þar sem keppnin fer fram á mjög stuttum kafla er hún einstaklega áhorfendavæn og jafnan mjög góð stemning á Skólavörðustígnum þegar hún fer fram. Gatan verður lokuð frá klukkan 16 í dag vegna keppninnar. Smellið hér til að sjá lista yfir keppendur í kvennaflokki og hér fyrir keppendur í karlaflokki.

Þessa seinni keppnishelgi Reykjavíkurleikanna  verður keppt í tíu greinum. Á rig.is má finna yfirlit yfir greinarnar og dagskrá.

Keppni í skvassi á Reykjavíkurleikunum fer fram í húsnæði Skvassfélags …
Keppni í skvassi á Reykjavíkurleikunum fer fram í húsnæði Skvassfélags Reykjavíkur á Stórhöfða. Ljósmynd/Kjartan Einarsson
Hjólasprettur upp Skólavörðustíg er hluti af Reykjavíkurleikunum.
Hjólasprettur upp Skólavörðustíg er hluti af Reykjavíkurleikunum. Ljósmynd/Kjartan Einarsson
Keppni í keilu fer fram í Egilshöll
Keppni í keilu fer fram í Egilshöll Ljósmynd/Kjartan Einarsson
mbl.is