Bók um Selá fyrir jólin

Forsíða bókarinnar.
Forsíða bókarinnar. ÞÞ

Prentsmiðjan Litróf ehf. gefur út fyrir þessi jól bók um Selá í Vopnafirði í ritstjórn Guðmundar Guðjónssonar sem hefur í gegnum tíðina getið sér gott orð fyrir útgáfu veiðibóka fyrir jólin.

Bókin er hin veglegasta og 216 blaðsíður að lengd og þar er að finna ítarlega veiðistaðalýsingu, veiðikort og loftmyndir.  Að auki eru fjölmargar frásagnir, veiðisögur, viðtöl og ýmiss konar hugleiðingar um ána og nærumhverfið. 

Þá prýða fjölmargar myndir bókina eftir Einar Fal Ingólfsson ljósmyndara og fjölmarga fleiri úr fortíð og nútíð. Þetta er fimmta bókin í bókaflokki Litrófs um íslenskar laxveiðiár en áður hafa komið út bækur um Laxá í Kjós, Langá á Mýrum, Grímsá í Borgarfirði og Þverá/Kjarrá.

Margir höfðu orðið áhyggjur af því að að engin veiðibók liti dagsins fyrir þessi jól því yfirleitt hafa komið út ein til tvær jólabækur um veiði síðustu árin.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert