81 Íslandssjóðir hf.

Stærðarflokkur Stórt
Röð innan flokks 81
Landshluti Höfuðborgarsvæði
Atvinnugrein Fjármála- og vátryggingastarfsemi
Starfsemi Fjárvörslusjóðir, sjóðir og önnur sérhæfð fjársýslufélög
Framkvæmdastjóri Kjartan Smári Höskuldsson
Fyrri ár á listanum 2011, 2012, 2013, 2014, 2015, 2017, 2018, 2019, 2020
Framúrskarandi 2021

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 2.249.000
Skuldir 270.000
Eigið fé 1.979.000
Eiginfjárhlutfall 88,0%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 2
Endanlegir eigendur 21
Eignarhlutur í öðrum félögum 2
Endanleg eign í öðrum félögum 548

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni Fjármálaþjónusta, þó ekki starfsemi vátryggingafélaga og lífeyrissjóða

pila

Tiltölulega áhættulítil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

Söknuðu að hitta viðskiptavini

Kjartan Smári Höskuldsson er framkvæmdastjóri Íslandssjóða.
Kjartan Smári Höskuldsson er framkvæmdastjóri Íslandssjóða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, eru með um tólf þúsund viðskiptavini og hátt í fjögur hundruð milljarða í stýringu. Nánar tiltekið 377 milljarða í júní síðastliðnum.
Íslandssjóðir eru meðal framúrskarandifyrirtækja hjá Creditinfo í ár.


Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, segir þá ánægjulegu breytingu hafa orðið síðustu vikurnar að viðskiptavinir séu aftur farnir að koma í kaffibolla til að ræða málin, fara yfir sitt eignasafn og sína stöðu, eftir að kórónuveirufaraldurinn gekk til baka.
„Maður hefur saknað þessara samskipta við viðskiptavini,“ segir Kjartan Smári og útskýrir að Íslandssjóðir aðstoði sparifjáreigendur við að ávaxta fjármuni sína.


Með um 12 þúsund viðskiptavini

„Okkar viðskiptavinir eru í kringum 12 þúsund manns á Íslandi, mest einstaklingar, og okkar mikilvægasti viðskiptavinahópur eru almennir sparifjáreigendur, venjulegt fólk, sem er að byggja undir sitt fjárhagslega sjálfstæði með því að leggja fyrir, reglubundið eða óreglulega. Íslandssjóðir eru dótturfélag Íslandsbanka þannig að allir viðskiptavinir bankans geta keypt í sjóðum Íslandssjóða, í gegnum þjónustu bankans í útibúum og í netbankanum eða með appinu. En það er gaman að segja frá því að við vorum fyrst til að bjóða upp á viðskipti með sjóði í gegnum app, en Íslandssjóðir komu inn í Íslandsbankaappið í sumar,“ segir Kjartan Smári. En Íslandssjóðir bjóða hlutabréfasjóði, blandaða sjóði og skuldabréfasjóði. Nánar tiltekið fjóra hlutabréfasjóði, níu blandaða sjóði og tíu skuldabréfasjóði.


Nokkrar gerðir af hlutabréfasjóðum

„Félagið var stofnað árið 1994 og síðan þá hefur sjóðaúrvalið okkar sífellt verið að þróast og nú erum við með besta úrvalið af sjóðum á íslenskum markaði. Við notum aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga í allri okkar stýringu, með sérstaka áherslu á loftslags- og jafnréttismál. Við erum með nokkrar gerðir af hlutabréfasjóðum, allt frá hagkvæmum og ódýrum kostum, eins og Úrvalsvísitölusjóðinn, sem er hlutlaus vísitölusjóður sem dreifir fjármagni sínu eins og úrvalsvísitala kauphallarinnar er samsett, upp í virka sjóði eins og EQUUS, sem er áhættusæknari og tekur virkar stöður á innlendum hlutabréfamarkaði. Svo erum við með úrval af skuldabréfasjóðum en elstu ríkisskuldabréfasjóðirnir okkar eru yfir 30 ára gamlir. Þá bjóðum við gott úrval af sértryggðum skuldabréfasjóðum sem fjárfesta í sértryggðum skuldabréfum bankanna. Þar erum við í raun að fjármagna íbúðalánastarfsemi bankanna allra, sem gefa út sértryggð bréf með veði í sínum íbúðalánum. Þetta er því gott úrval af sjóðum, á öllum áhættuskalanum, en við höfum í gegnum tíðina lagt heldur meiri áherslu á áhættuminni fjárfestingarkosti.“

Kjartan Smári segir mikilvægt að halda góðri liðsheild og fyrirtækið …
Kjartan Smári segir mikilvægt að halda góðri liðsheild og fyrirtækið fer árlega í fræðsluferðir erlendis og eru þá makar einatt með í för. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kynjahlutföllin eru orðin jöfn

Kjartan Smári varð framkvæmdstjóri Íslandssjóða fyrir fimm árum. Þá voru tíu karlar í vinnu hjá sjóðnum en ein kona. Nú eru kynjahlutföll jöfn og tíu karlar og tíu konur eru starfandi hjá félaginu í dag.


„Ég hef alltaf verið með þá grundvallarsýn að jafnvægi í þessum efnum skiptir miklu máli. Þá sérstaklega þegar kemur að ákvarðanatöku í flóknum hlutum, eins og fjárfestingum og slíku. Ég er mjög stoltur af þessari breytingu. Mörg sambærileg fyrirtæki á markaðnum eru óttalegir hrútakofar, ef svo má að orði komast, en við höfum náð að byggja þetta svona upp og það þurfti auðvitað átak til að byrja með. Við gerum reglulega kannanir og mælist starfsánægja hjá Íslandsssjóðum í hámarki eftir að við náðum jafnvægi milli kynjanna. Það mega ekki vera öfgar í hvora áttina sem er. Ég hef í gegnum tíðina verið stjórnandi bæði á kvennavinnustöðum og karlavinnustöðum og hvort tveggja er frekar afleitt,“ segir Kjartan Smári.


Hvernig myndirðu lýsa verkefnum starfsmanna?


„Reynsla og þekking skiptir meginmáli í okkar störfum. Íslandssjóðir er mikið sérfræðifyrirtæki. Það mætti segja ég sé sá eini hjá Íslandssjóðum sem stýrir ekki peningum heldur stýri ég fólki og fólkið mitt er að stýra peningum, annaðhvort í gegnum sjóði eða eignasöfn, og ég er afskaplega stoltur af hópnum. Við erum að meðaltali með 18 ára reynslu af eignastýringu og í starfinu felst að okkur er treyst fyrir jafnvel aleigu fólks og við tökum þá ábyrgð mjög alvarlega. Hjá slíku fyrirtæki skiptir mannauðurinn öllu máli.“


Hvað gerir fyrirtækið sérstakt? Hvers vegna eruð þið framúrskarandi?


„Við höfum í gegnum tíðina skilað okkar viðskiptavinum afburðaárangri í formi ávöxtunar og það skiptir auðvitað mestu máli í okkar fagi. Við horfum til langs tíma í okkar ákvörðunum, gjarnan til fimm til tíu ára, en sjóðirnir hafa verið að skila að meðaltali 6% ávöxtun á ári síðustu árin og hlutabréfasjóðirnir í kringum 25% ávöxtun. Það er töluvert betri ávöxtun en hjá helstu samkeppnisaðilum. Það er þetta sem kunnáttan og færnin hjá starfsfólkinu skilar.“

Koma að uppbyggingu íbúða

Meðal verkefna Íslandssjóða hefur verið rekstur og stýring á fagfjárfestasjóðnum 105 Miðborg sem byggt hefur upp húsnæði á fjórum af níu reitum á Kirkjusandi í Reykjavík.
Umrætt félag byggði fjölbýlishúsin Stuðlaborg (77 íbúðir) og Sólborg (52 íbúðir) og er nú að reisa Sjávarborg en þar verða skrifstofur sem hafa verið auglýstar að undanförnu. Þá mun félagið byggja fjölbýlishúsið Borgartún 41 en þar verða 30 íbúðir.


Jafnframt verða atvinnurými á jarðhæð Sólborgar en nýverið var lokið við að tyrfa og helluleggja svæðið.


Það mun svo taka enn meiri breytingum þegar gamla Íslandsbankahúsið víkur fyrir nýrri húsaþyrpingu.


Árlegar fræðsluferðir fyrir starfsfólk

Hvernig heldurðu uppi góðum starfsanda? Hvernig er vinnustaðamenningin?


„Hún er svolítið einstök að því leyti að við erum fámennur og þéttur hópur og við gerum margt saman. Við reynum að sækja saman fræðslu eða endurmenntun til útlanda að minnsta kosti einu sinni á ári og þá með mökum. Við höfum verið með árlegar fræðsluferðir sem við reynum að gera pínulítið skemmtilegar í leiðinni. Við erum líka dugleg að fagna sigrunum en í okkar geira eru þeir gjarnan smáir og tíðir,“ segir Kjartan Smári að lokum.

mbl.is

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar