Hannes Þór Smárason í stjórn Kers

Hannes Þór Smárason, aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var kjörinn í aðalstjórn Kers á hluthafafundi félagsins í gær. Hannes tekur sæti í aðalstjórn sem fulltrúi Norvikur, móðurfélags BYKO.

Boðað var til hluthafafundarins að beiðni stjórnar eignarhaldsfélagsins Hesteyrar, sem er í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Skinneyjar-Þinganess hf. Ástæðan fyrir beiðninni var sú að Hesteyri vildi fá fulltrúa í stjórn þar sem félagið færi með 22,53% hlut í félaginu. Í kjölfar sölu Hesteyrar á hlut sínum í Keri til Norvikur, afturkallaði Hesteyri beiðni sína. Hópur hluthafa sem hefur meira en þriðjung hlutafjár á bak við sig óskaði engu að síður eftir því að fundurinn yrði haldinn.

Fyrir fundinn sagði sitjandi stjórn af sér en hluthafar samþykktu tillögu um að sömu aðilar yrðu kjörnir í stjórn að nýju, utan þess að Hannes Smárason tekur sæti Þórólfs Gíslasonar. Auk Hannesar voru kjörnir í aðalstjórn þeir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, Gísli Jónatansson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, og Margeir Daníelsson, framkvæmdastjóri Samvinnulífeyrissjóðsins.

Í varastjórn voru kjörin þau Jón Kristjánsson, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Sunds, Guðrún Lárusdóttir, útgerðarmaður í Hafnarfirði, og Magnús Krisinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Hin nýkjörna stjórn hefur ekki skipt með sér verkum en Kristján Loftsson, sem var formaður stjórnarinnar áður, segir að það verði gert á allra næstu dögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK