Afkoma Dagsbrúnar versnar um 5.232 milljónir milli ára

Fjölmiðlar 365 eru til húsa í Skaftahlíðinni
Fjölmiðlar 365 eru til húsa í Skaftahlíðinni mbl.is/Sverrir

Afkoma Dagsbrúnar á fyrstu níu mánuðum ársins hefur versnað um 5.232 milljónir króna á milli ára en á fyrstu níu mánuðum ársins nam tap félagsins 4.678 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður Dagsbrúnar 554 milljónum króna. Tap á þriðja ársfjórðungi nam 3.156 milljónum króna samanborið við 233 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra.

Gjaldfært virðisrýrnunartap vegna viðskiptavildar, kostnaður vegna endurskipulagningar félagsins og gjaldfærður stofnkostnaður vegna 365 Media vegur þyngst á uppgjörstímabilinu (fyrstu níu mánuði ársins) eða um 3.691 milljónum króna.

Ef litið er til afkomu einstakra deilda Dagsbrúnar þá nam hagnaður (EBIT) fjarskiptahluta 1.242 milljónum króna, tap fjölmiðla nam 1.963 milljónir króna, upplýsingatæknisvið skilaði 428 milljónum króna í tap og fjárfestingarsvið 920 milljón króna tapi.

Tekjur Dagsbrúnar (nú 365 hf.) námu alls 36.132 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins til samanburðar við 10.866 milljónir kr. á sama tímabili 2005.

Tekjur á þriðja ársfjórðungi námu 15.956 milljónum og jukust um 12.101 milljón frá sama tímabili 2005.

EBITDA af reglulegri starfssemi fyrir óvenjulega liði fyrstu níu mánuði ársins nam 3.789 milljónum króna samanborið við 2.319 milljónir króna fyrir sama tímabil 2005. Óvenjulegir liðir sem höfðu áhrif á EBITDA á fyrstu níu mánuðum ársins námu 1.191 milljón króna og varð því EBITDA að teknu tilliti til þeirra liða 2.598 milljónir króna.

EBITDA af reglulegri starfssemi fyrir óvenjulega liði á þriðja ársfjórðungi nam 1.693 milljónum króna en óvenjulegir liðir sem höfðu áhrif á EBITDA ársfjórðungsins námu 1.007 milljónum króna.

Rekstrartap fyrir fjármagnsgjöld nam 2.069 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins til samanburðar við 1.214 milljóna króna hagnað á sama tímabili 2005.

Gjaldfært virðisrýrnunartap vegna viðskiptavildar nam 2.500 milljónum á 3. ársfjórðungi.

Gjaldfærður kostnaður vegna endurskipulagningar félagsins nam 694 milljónum króna á 3. ársfjórðungi.

Gjaldfærður stofnkostnaður vegna 365 Media DK nam 313 milljónum króna á 3. ársfjórðungi.

Tilkynning til Kauphallar Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK