Dow Jones hríðfellur: Lækkaði um 500 stig en rétti lítillega úr kútnum

Dow Jones-hlutabréfavísitalan á Wall Street hefur hríðfallið í dag og fór niður um rúm 500 stig áður en hún rétti lítillega úr kútnum um hálfri klukkustund fyrir lokun. Lækkunin nam mest 546,02 stigum, eða 4,3%. Skömmu fyrir lokun nam lækkunin 360 stigum, eða 2,85%.

Aðrar vísitölur hafa einnig lækkað, og fór Nasdaq mest niður um rúmlega hundrað stig. Eru þessar lækkanir á Wall Street í samræmi við stefnuna á mörkuðum annarstaðar í heiminum, og er ástæðan ótti við að tekið sé að hægja á í efnahagslífinu í Bandaríkjunum og Kína, og að hlutabréf séu orðin ofmetin.

Níu prósenta lækkun varð á hlutabréfum í Kína í dag, en í gær fór vísitalan í Shanghai í methæðir.

Áhyggjur á Wall Street.
Áhyggjur á Wall Street. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK