Segir stýrivaxtalækkun nauðsynlega

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Árvakur/Brynjar Gauti

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir að þróun á íslenskum fasteignamarkaði að undanförnu geri það að verkum, að nauðsynlegt sé að Seðlabankinn hefji lækkun stýrivaxta í febrúar.

Að sögn Reutersfréttastofunnar sagði Hreiðar Már á kynningu á ársuppgjöri bankans í dag, að ekki sé merkjanleg aukning vanskila á fasteignalánum bankans en hins vegar sé greinilegt að eftirspurn eftir slíkum lánum sé að minnka.

„Ég tel að þetta þýði að mikilvægt sé fyrir Seðlabankann að draga eins fljótt og mögulegt er úr aðhaldsaðgerðum á peningamarkaði," hefur Reuters eftir Hreiðari Má. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK