Helmingar laun sín

Lárus Welding
Lárus Welding Árvakur/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Lárus Welding, forstjóri Glitnis banka, hefur ákveðið að lækka laun sín um 50%, úr 5,5 milljónum á mánuði, á árinu 2008. Mun þessi ákvörðun tekin í takt við stefnu stjórnar og stjórnenda bankans um að auka hagkvæmni og hagræðingu í rekstri bankans.

Ekki náðist í Lárus í gærkvöld en Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, segir Lárus sjálfan hafa haft frumkvæði að þessu. „Ég fagna þessari tillögu hans og tel að stjórn og æðsti yfirmaður félagsins hafi sýnt ákveðið fordæmi, sem ég tel að muni gagnast félaginu mjög. Það eru erfiðleikar á markaði í augnablikinu og þó svo að þetta skipti félagið ekki sköpum þá eru þetta mjög ákveðin skilaboð.“

Á aðalfundi Glitnis í síðustu viku var samþykkt tillaga Þorsteins Más um stórfellda lækkun stjórnarlauna. Þannig lækkuðu laun formannsins sjálfs um hálfa milljón í 550 þúsund á mánuði og laun stjórnarmanna lækkuðu um 100 þúsund í 250 þúsund krónur á mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK