Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings

Finnur Sveinbjörnsson
Finnur Sveinbjörnsson

Stjórn Nýja Kaupþing hefur ráðið Finn Sveinbjörnsson sem bankastjóra. Finnur hefur gegnt starfi formanns skilanefndar Kaupþings eftir að Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir 8. október síðastliðinn. Hann mun hefja störf á morgun, miðvikudag.

Finnur hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu, Seðlabankanum, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, framkvæmdastjóri Kauphallar Íslands og síðast bankastjóri Icebank. Þá hefur hann starfað sem ráðgjafi Geirs Haarde forsætisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir