Dollarinn veikist gagnvart evru

Reuters

Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal fór yfir 1,40 innan dags í dag, en endaði í 1,3995 dölum fyrir hverja evru. Er þetta í fyrsta sinn sem evran fer yfir 1,40 gagnvart dollaranum.

Er veiking dollarans rakin til yfirlýsingar matsfyrirtækisins Standard & Poor's um hugsanlega lækkun á lánshæfi breska ríkisins. Hafa sumir fjárfestar áhyggjur af því að svipaðrar yfirlýsingar sé að vænta varðandi lánshæfi bandaríska ríkisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir