Gerðu ráð fyrir miklu útlánatapi

Langstærstur hluti taps Arion banka er vegna verðbréfa sem nú …
Langstærstur hluti taps Arion banka er vegna verðbréfa sem nú eru verðlaus. Árni Sæberg

Arion banki gerði ráð fyrir miklu útlánatapi við mat á heildarlánasafni við flutning þess frá gamla Kaupþingi. Þetta segir í svörum bankans við því hvers vegna afskriftin sem bankinn fékk á lánasafnið frá Kaupþingi færist ekki yfir á lántakendur. „Langstærstur hluti þessa taps er vegna lána gamla Kaupþings til eignarhaldsfélaga sem voru með tryggingu í verðbréfum sem nú eru verðlaus. Þetta útlánatap er ekki verðmæti sem Arion banki hefur til ráðstöfunar og því geta meðaltalsútreikningar í þessum efnum verið villandi." 

Bankinn nýti það svigrúm sem hann hefur til að koma til móts við viðskiptavini og hafi hann lengst  banka og stofnanna hér á landi til að koma til móts við viðskiptavini sína.

Mat bankans sé að „með þeim sértækum lausnum sem standa einstaklingum og heimilum til boða, sem og öðrum þáttum sem leiða til afskrifta, svo sem greiðslujöfnun eða gjaldþrot einstaklinga, muni bankinn nýta allt það svigrúm sem hann hefur, viðskiptavinum í hag.“

Á annað þúsund viðskiptavinir hafi þegar nýtt sér lausnir Arion banka.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK