Hörð gagnrýni á matsfyrirtæki

Lehman Brothers var ein þeirra fjármálastofnana sem á endanum fór …
Lehman Brothers var ein þeirra fjármálastofnana sem á endanum fór flatt á því að kaupa undirmálslán og selja þau áfram sem skuldabréf. REUTERS

Bandarísk þingnefnd gagnrýnir framferði tveggja matsfyrirtækja og segja þau bera mikla ábyrgð á því hvernig fór fyrir fjármálakerfum heimsins. Telur nefndin matsfyrirtækin Moody's og Standard & Poor hafa stjórnast af græðgi og látið það hafa áhrif á sig að fjármálastofnanir greiða þeim fyrir að meta fjármálaafurðir sínar.

Formaður þingnefndarinnar, demókratinn Carl Levin, segir að matsfyrirtækin hafi gert bönkum kleift að selja „áhættusöm bréf merkt sem áhættulítil“ og gagnrýnir þau fyrir að hafa brugðist of seint við þegar ljóst varð hve áhættan var orðin mikil í kerfinu.

Rannsóknarnefnd á vegum þingsins hefur einnig rannsakað gjörðir matsfyrirtækjanna Moody's og Standard & Poor og er niðurstaðan sú að fyrirtækin hafi haft óeðlilega mikla trú á áhættusömum fjármálagjörningum.

Eins og frægt er orðið fengu fjármálavafningar og skuldabréf, sem á bakvið stóðu undirmálslánin svokölluðu, lengi vel fullt hús stiga frá matsfyrirtækjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK