SFO rannsakar Landsbankann

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office.
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office.

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), hefur útvíkkað rannsókn sína á falli íslensku bankanna og nær rannsóknin núna einnig til Landsbankans. Þetta kemur fram í breska blaðinu Telegraph í dag.

Efnahagsbrotadeildin hefur unnið að ítarlegri rannsókn á starfsemi Kaupþings og fyrir tveimur vikum lét hún til skarar skríða og handtók kaupsýslumennina Robert og Vincents Tchenguiz. Sjö menn voru handteknir í Bretlandi í tengslum við rannsóknina og tveir hér á landi. Alls tóku 135 lögreglumenn þátt í aðgerðunum.

Telegraph fullyrðir í frétt sinni að rannsóknin nái núna ekki aðeins til Kaupþings heldur einnig til Landsbankans. Rannsóknin á Landsbankanum beinist einkum að starfsemi bankans síðustu dagana og vikurnar fyrir hrun hans í október 2008. Verið sé að rekja fjármagnsflutninga sem tengjast Icesave-reikningnum.

Rannsóknin er gerð í samvinnu við efnahagsbrotadeildir á Íslandi og í Lúxemborg. Í fréttinni segir að rannsóknin á Íslandi miði sérstaklega að kaupum á hlut í fjármálastofnunum með lánum og tilraunum til að hafa áhrif á hlutabréfaverð með ólögmætum hætti.

Í fréttinni segir að líkt og hjá Kaupþingi og Glitni hafi stærstu eigendur Landsbankans jafnframt verið stærstu lántakendur í bankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK