Verð á hráolíu lækkar

Reuters

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað það sem af er degi vegna ótta fjárfesta um stöðu Grikklands. Í New York lækkaði verð á hráolíu um 1,54 Bandaríkjadali tunnan og er 93,41 dalur. Lægst hefur tunnan farið í 92,12 dali í morgun sem er lægsta verð sem fengist hefur fyrir hráolíu frá því í lok febrúar.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 1,30 dali tunnan og er 112.72 dalir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir