Fimm ár af sársauka

Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn
Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn Brynjar Gauti

Danir, ásamt Evrópu allri, standa frammi fyrir langvinnri efnahagskreppu sem gæti varað í fimm ár áður en birta tekur til. Þetta er mat sérfræðinga sem danska dagblaðið Berlingske Tidende ræddi við í kjölfar hrunsins á hlutabréfamörkuðum heimsins.

Evrópubúar þurfa að búa sig undir lítinn hagvöxt, vaxandi atvinnuleysi, sáralitlar launahækkanir og aukinn þrýsting á velferðarsamfélagið.

„Evrópa er í gríðarlega erfiðri stöðu sem verður erfitt að komast út úr,“ segir Torben Andersen, prófessor við Háskólann í Árósum í samtali við Berlingske. „Líklegast er að við þurfum að berjast við að draga úr skuldum í langan tíma. Það er því ekki ósennilegt að við munum ganga í gegnum langt tímabil með lítinn hagvöxt.“

Það er í raun hinn sameiginlegi gjaldmiðill sem sem kemur í veg fyrir umbætur í mörgum löndum Suður-Evrópu. Þetta er vandamál sem hefur orðið til á mörgum árum og tekur fimm ár hið minnsta að leysa.

Þetta er mat Jeppe Christiansen, forstjóra Maj Invest. „Vandamálin í Suður-Evrópu eru mun stærri en flestir gera sér grein fyrir. Fleiri lönd eru í raun og veru gjaldþrota,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK