Afskrifaði hlutfallslega minnst hjá sjávarútvegi

Landsbankinn við Austurstræti.
Landsbankinn við Austurstræti. mbl.is/Hjörtur

Landsbankinn hefur hlutfallslega minnst afskrifað hjá sjávarútvegsfyrirtækjum af öllum greinum, að því er fram kom í erindi Hauks Ómarssonar, forstöðumanns sjávarútvegs í fyrirtækjabanka bankans, á hádegisverðarfundi um sjávarútvegsmál sem haldinn var á Hilton Nordica í gær.

Haukur segir að alls hafi 11 milljarða skuldir sjávarútvegsfyrirtækja verið afskrifaðar fram til 30. júní síðastliðins, af 206 milljörðum sem Landsbankinn hafði afskrifað alls.

Haukur segir að afskrifað sé eftir fyrirfram skilgreindum reglum. Reynt sé eftir fremsta megni að gæta jafnræðis og sanngirni og að bankinn afskrifi skuldir sem hann meti óinnheimtanlegar. Meginmarkmið bankans sé að hámarka endurheimtur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK