Brýnt að fjárfesta í útflutningsgreinum

Már Guðmundsson.
Már Guðmundsson.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir mikilvægt að greitt verði fyrir fjárfestingu í útflutningsgreinum á borð álvinnslu og sjávarútveg. Þetta kom fram á erindi hans á morgunfundi Viðskiptaráðs um efnahagshorfurnar núna í morgun.

Fram kom í máli Más að horfurnar fyrir fjárfestingu og útflutningsvöxt í hagkerfinu væri töluvert áhyggjuefni. Hann benti á að um væri ræða skyld fyrirbrigði þar sem að vöxtur útflutnings í grundvallargreinum íslenska hagkerfisins – álvinnslu og sjávarútvegi – mun að öllu óbreyttu ekki eiga sér stað án þess að til umfangsmikillar fjárfestingar í þessum greinum komi til. Brýnt væri að greiða fyrir henni en hinsvegar ætti ekki að horfa til peningastefnunar í þeim efnum enda hafi raunvextir verið neikvæðir um tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK