Seðlabankinn styðst við ófullkomna mælikvarða

Seðlabankinn við Arnarhól.
Seðlabankinn við Arnarhól. Ernir Eyjólfsson

Már Guðmundsson segir að mælikvarðar Seðlabankans á verðbólguvæntingar séu ónákvæmir um þessar mundir en bendir hinsvegar á að þetta séu einu mælikvarðanir sem bankinn hefur til þessað meta væntingar um verðbólgu.

Þetta kom fram í erindi Más Guðmundssonar á morgunfundi Viðskiptaráðs um efnahagshorfurnar.  Eins og fram kom í viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag þá hefur komið fram gagnrýni á áherslu Seðlabankans á mælingar verðbólguvæntingar. Gísli Hauksson, hagfræðingur hjá GAM Management, hefur til að mynda varað við því að lesið sé of mikið í verðbólguálag á skuldabréfamarkaðnum vegna óskilvirkni þess markaðar auk annarra markaðsbresta.

Már tók undir þessa gagnrýni í erindi í sínu og sagði markaðbresti á skuldabréfamarkaði skekkja skilaboð hans um verðbólguvæntingar. Auk þess sagði hann að aðrir mælikvarðar Seðlabankans á verðbólguvæntingar kunni að vera ófullkomnir. Hinsvegar tók hann það fram að bankinn hefði ekki önnur ráð til að mæla væntingar um þróun verðlags.

Már réttlætti í ræðu sinni vaxtahækkun Seðlabankans á miðvikudag og benti meðal annars á að í ýmsum samanburði séu stýrivextir ekki háir hér á landi. Auk þess sagði hann að ef bankinn myndi fylgja Taylor-reglunni svokölluðu út í ystu æsar þyrfti vaxtastigið að vera mun hærra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK