Lækka lánshæfi björgunarsjóðsins

Reuters

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat björgunarsjóðs Evrópusambandsins úr AAA í A+. Matsfyrirtækið segir að einkunnin verði aftur færð í fyrra horf ef sjóðurinn geti orðið sér úti um frekari tryggingar.

Þetta kemur í kjölfar ákvörðunar fyrirtækisins um að lækka lánshæfismat Frakklands og Austurríkis úr AAA, en ríkin hafa verið helstu bakhjarlar sjóðsins.

Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðlabankans, segir nauðsynlegt að setja meira fé í sjóðinn í kjölfar þessarar ákvörðunar. Þau Evrópuríki sem séu enn með einkunnina AAA verði að leggja meira af mörkum til að styrkja sjóðinn.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK