Norskur efnahagur góður

Olíuborpallur Statoil á Sleipnissvæðinu í Norðursjó.
Olíuborpallur Statoil á Sleipnissvæðinu í Norðursjó. mbl.is/statoil

Norðmenn eru um þessar mundir mjög vongóðir þegar kemur að efnahags- og hagvaxtarspám þar í landi en norskir miðlar greina m.a. frá því að búist er við áframhaldandi lágum stýrivöxtum út þetta ár. Reiknað er með að vextir íbúðalána verði 5,5% við árslok 2015.

Í desember í fyrra lækkaði Seðlabanki Noregs stýrivexti sína um 0,5 prósentur í 1,75% en með því vildi bankinn einkum draga úr áhrifum niðursveiflunnar í heiminum.

Norski olíuiðnaðurinn hefur reynst Norðmönnum vel undanfarið og í ár er búist við enn aukinni fjárfestingu frá því í fyrra. Þá mældist aukningin vera 11%. Ekki er talið líklegt að eftirspurn fjárfesta í olíuiðnaðinum norska fari minnkandi á næstu árum. 

Svo gæti farið að aukning verði í atvinnuleysi en í lok janúarmánaðar voru rúmlega 71 þúsund manns án atvinnu í Noregi og mældist það vera eitt það minnsta í Evrópu. Ástæðan er m.a. rakin til mikillar eftirspurnar á vinnumarkaði en vert er að geta þess að búist er við því að vinnumarkaðurinn fari jafnframt stækkandi svo ekki er víst að atvinnuleysi muni aukast verulega.

Einnig má gera ráð fyrir 3,6% hækkun launa á almennum vinnumarkaði í ár, samanborið við 4,3% hækkun í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK