Mattel lækkaði um 9,1%

Hlutabréf Mattel lækkuðu um rúm 9% í dag
Hlutabréf Mattel lækkuðu um rúm 9% í dag Reuters

Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði á Wall Street en S&P vísitalan lækkaði og Nasdaq einnig. Það sem bar hæst á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag var 9,1% lækkun á verði hlutabréfa leikfangaframleiðandans Mattel.

Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 71,82 stig eða 0,56% og er lokagildi hennar 12.921,41 stig. S&P 500 lækkaði um 0,05% og Nadaq lækkaði um 0,76%.

Hlutabréf bandaríska bankans Citigroup hækkuðu um 1,8% en hagnaður hans nam 2,9 milljörðum Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi. 

Wal-Mart hækkaði um 1,4% en í dag var tilkynnt um að aðstoðarforstjóri Google,  Marissa Mayer, myndi væntanlega setjast í stjórn félagsins þann 1. júní nk. á aðalfundi smásölukeðjunnar. Apple lækkaði um 4,2% og Google um 3%.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir