Erfitt fyrir sparisjóðina á markaði

Hvert sæti var setið á málþingi um framtíð sparisjóðanna sem …
Hvert sæti var setið á málþingi um framtíð sparisjóðanna sem haldið var í gær á Hótel Sögu og pallborðsumræður urðu fjörugar. mbl.is/Golli

„Samþjöppun á fjármálamarkaði hefur aukist mikið frá hruni, samhliða fækkun fjármálafyrirtækja,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, á málþingi um stöðu og framtíð sparisjóðanna sem haldið var í gær.

„Samþjöppun á markaðinum mælist vera rúmlega 3.000 stig eftir samruna Landsbankans og SpKef annars vegar og Íslandsbanka og Byrs hins vegar á hinum svonefnda Herfindahl-Hirschman-kvarða, sem notaður er í samkeppnisrétti til að mæla samþjöppun. Fram að hruni mældist samþjöppunarstuðullinn hins vegar undir 2.000 stigum en almennt telst markaður mjög samþjappaður ef stuðullinn er hærri en 1.800 stig.“

Páll Gunnar benti á að markaðshlutdeild þriggja stóru bankanna hefði haldist að mestu óbreytt síðustu tíu árin en yfirtökur þeirra að undanförnu aukið hlutdeild þeirra. En á slíkum fákeppnismarkaði væri hætta á að fyrirtækin sæju sér hag í því „verða samstiga í markaðshegðun og hámarka þannig sameiginlegan hagnað. Slík hegðun fyrirtækja er skaðleg,“ sagði Páll Gunnar.

Hann benti á að SPRON hefði stuðlað að meiri samkeppni á markaðnum og að brotthvarf hans hefði styrkt markaðsráðandi stöðu viðskiptabankanna þriggja sem væri ekki heppilegt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK