Lækkun í Asíu

Reuters

Flestar hlutabréfavísitölur í Asíu og Eyjaálfu hafa lækkað í morgun á sama tíma og evran hefur ekki verið lægri gagnvart Bandaríkjadal í 22 mánuði. Er lækkunin rakin til þess að leiðtogum Evrópu tókst ekki að ná samkomulagi um hvernig ætti að koma í veg fyrir að Grikkir yfirgæfu evru-svæðið.

Nikkei hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 0,29% í Tókýó, í Hong Kong nemur lækkunin 0,47%, Sjanghaí 0,22% en nánast engin breyting hefur orðið á hlutabréfavísitölunni í Sydney það sem af er degi. Í Seúl hefur Kospi vísitalan hækkað um 0,16%.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir