Lækkun á flestum mörkuðum

AFP

Verð á hráolíu hefur lækkað í Asíu í dag og eins flestar hlutabréfavísitölur vegna vonbrigða fjárfesta með aðgerðir sem bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna boðaði í gær að afloknum tveggja daga fundi sínum. Eins hefur ástandið í Evrópu áhrif á markaði í Asíu og Eyjaálfu.

Í Sydney lækkaði hlutabréfavísitalan um 1,09% og í Seúl nam lækkunin 0,79%. Hins vegar hækkaði Nikkei-hlutabréfavísitalan í Tókýó um 0,82% en það er rakið til veikingar jensins.

Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í gær að aðgerðinni Twist, sem felst í því að selja skammtímabréf fyrir langtíma ríkisskuldabréf, yrði framhaldið í sex mánuði til viðbótar. Með þessu vonast stjórnendur bankans til þess að lántökuvextir muni lækka og þannig bæta stöðu þeirra sem eru með fasteignalán. Svo virðist sem ákvörðun bankans hafi ekki hrifið fjárfesta með sér ef marka má viðbrögð á markaði í Asíu og Eyjaálfu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK