Ætla að sigra London með grillspaða, bernaise- og kokkteilsósu að vopni

Tómas, Sigurður Gunnlaugsson yfirkokkur, Róbert Aron Magnússon og Valgarð Sörensen …
Tómas, Sigurður Gunnlaugsson yfirkokkur, Róbert Aron Magnússon og Valgarð Sörensen stilla sér upp fyrir framan nýja veitingastaðinn. Yfirbragð Lundúnabúllunnar og matseðill er alveg eins og á Íslandi. mbl.is/Ásgeir

Hamborgarabúlla Tómasar hefur fyrir löngu skipað sér á bekk með með vinsælustu skyndibitastöðum landsins. Tómas Tómasson opnaði fyrstu búlluna við Geirsgötu árið 2004 en í dag fást Búllu-borgararnir á fjórum stöðum til viðbótar: við Reykjavíkurveg, á Bíldshöfða, í Ofanleiti og í Bankastræti.

Öðrum hvorum megin við næstu helgi geta Lundúnabúar svo farið að venja komur sínar á staðinn Tommi‘s Burger Joint, á Marylebone Lane 58, steinsnar frá Oxfordstræti.

Tómas leggur verkefninu til nafnið, vörumerkið, uppskriftir og leiðsögn en reksturinn er í eigu Róberts Arons Magnússonar, Valgarðs Sörensen og Halls Dan Johansen. „Þeir komu að máli við mig í júlí fyrir ári og spurðu hvort ég hefði áhuga á því að fara í landvinninga, og ég svaraði að mér þætti það mjög spennandi,“ segir Tómas af því hvernig útrásarverkefnið hófst.

„Við fórum hér í vettvangsrannsókn í nokkra daga og borðuðum 25 hamborgara á þremur dögum til að skoða markaðinn. Við fórum á alla hamborgarastaði sem við gátum látið okkur detta í hug í London og í beinu framhaldi af því fórum við að leita að húsnæði,“ segir Tómas.

Sjá nánar um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK