Danskir SAS-starfsmenn reiðir

Flugfreyja SAS að störfum.
Flugfreyja SAS að störfum. www.flysas.com

Rickard Gustafson, forstjóri SAS-flugfélagsins, er nú staddur í Kaupmannahöfn þar sem hann hyggst ræða við starfsfólk fyrirtækisins um fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir sem opinberaðar voru í gær. Danskir flugliðar fyrirtækisins eru ævareiðir vegna framgangs stjórnar SAS.

Félag flugliða hjá SAS, sem heitir SAS Cabin Crew, segir að stjórn fyrirtækisins hafi höfðað beint til félagsins í gegnum fjölmiðla, en hafi láðst að hafa nokkur samskipti við stéttarfélag flugfreyja og -þjóna, Cabin Attendants Union, CAU, eins og reglur segi til um.

„Við hjá CAU gerum okkur fulla grein fyrir sérstöðu þessa ástands. En það gefur fólki ekki leyfi til að brjóta þær reglur sem eru í gildi um samskipti starfsfólks og vinnuveitanda,“ segir í yfirlýsingu frá CAU sem birt er á danska fréttavefnum Epn.dk.

Vegna þess hefur stór hluti danskra flugliða SAS ekki í hyggju að mæta á þá fundi sem boðaðir hafa verið á vegum fyrirtækisins í vikunni. 

CAU segist ósammála þeim fullyrðingum stjórnenda SAS að aðgerðirnar muni ekki hafa nein áhrif á þjónustuna og farþegana. „Þær hugmyndir sem lagt er upp með eru svo umfangsmiklar að þær munu hafa áhrif á gæðin, ánægju viðskiptavina og stundvísi,“ segir í yfirlýsingunni.

Um 1400 danskir flugliðar starfa hjá SAS. Ljóst er að uppsagnir þeirra 800 starfsmanna sem starfa í höfuðstöðvum fyrirtækisins munu fyrst og fremst bitna á Dönum, en 400 þessara uppsagna verða í Danmörku.

Rickard Gustafson forstjóri SAS.
Rickard Gustafson forstjóri SAS. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK