„Meira frelsi og velmegun ef umsvif ríkisins eru lítil“

„Við viljum hagvöxt því þá hefur fólk það betra.“
„Við viljum hagvöxt því þá hefur fólk það betra.“ mbl.is/Eggert

Það er afar erfitt að hafa gott skattakerfi sem stuðlar að hagvexti þegar hið opinbera er stórt. Umsvif þess á Íslandi eru um hálf landsframleiðsla. Það er of mikið.

Ágætt er að hafa í huga að ef hagkerfi vex um 7% á ári tekur það tíu ár að tvöfaldast en ef það vex um 1% á ári tekur tvöföldun 70 ár.

Þetta segir Daniel Mitchell, skattasérfræðingur Cato Institute, í samtali í Morgunblaðinu í dag. Hann flutti erindi á föstudaginn gegn stighækkandi sköttum og talaði fyrir flötum sköttum. Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt ásamt Samtökum skattgreiðenda stóðu að fyrirlestrinum. Mitchell er með doktorspróf í hagfræði frá George Mason-háskóla í Virginíu.

„Ég tel að við munum hafa meira frelsi og meiri velmegun ef umsvif ríkisins eru lítil,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK