„Meira frelsi og velmegun ef umsvif ríkisins eru lítil“

„Við viljum hagvöxt því þá hefur fólk það betra.“
„Við viljum hagvöxt því þá hefur fólk það betra.“ mbl.is/Eggert

Það er afar erfitt að hafa gott skattakerfi sem stuðlar að hagvexti þegar hið opinbera er stórt. Umsvif þess á Íslandi eru um hálf landsframleiðsla. Það er of mikið.

Ágætt er að hafa í huga að ef hagkerfi vex um 7% á ári tekur það tíu ár að tvöfaldast en ef það vex um 1% á ári tekur tvöföldun 70 ár.

Þetta segir Daniel Mitchell, skattasérfræðingur Cato Institute, í samtali í Morgunblaðinu í dag. Hann flutti erindi á föstudaginn gegn stighækkandi sköttum og talaði fyrir flötum sköttum. Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt ásamt Samtökum skattgreiðenda stóðu að fyrirlestrinum. Mitchell er með doktorspróf í hagfræði frá George Mason-háskóla í Virginíu.

„Ég tel að við munum hafa meira frelsi og meiri velmegun ef umsvif ríkisins eru lítil,“ segir hann.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir