Viðskipti hefjast með bréf Vodafone

Vodafone.
Vodafone.

Í dag hófust viðskipti með bréf Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone. Félagið er skráð sem lítið félag með auðkennið VOICE á markaðinum hérlendis. Í tilkynningu frá Kauphöllinni er haft eftir Ómari Svavarssyni forstjóra félagsins að hann telji þetta merkilegan dag þar sem ný atvinnugrein komi á hlutabréfamarkaðinn. „Þetta er stór dagur í okkar sögu og fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn. Með skráningu félagsins hefur bæst við ný atvinnugrein á hlutabréfamarkaðinn og sem eina fjarskiptafélagið þar hlökkum við til að vinna með nýjum eigendum og fjárfestum.“

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar segir skráninguna vera enn eitt skrefið í vexti hlutabréfamarkaðarins hérlendis. „Við bjóðum Vodafone á Íslandi hjartanlega velkomið á markaðinn. Skráning félagsins er enn eitt merkið um stöðugan vöxt hlutabréfamarkaðarins og mun fjölga fjárfestingartækifærum á honum og auka fjölbreytni. Við hlökkum til að styðja við Vodafone á Íslandi með auknum sýnileika og seljanleika til hagsbóta fyrir félagið og fjárfesta þess.”

Þetta er þriðja skráning ársins í Kauphöllina, en áður hafa Reginn og Eimskip verið skráð á markað. Íslandsbanki er umsjónaraðili með skráningunni sem og viðskiptavaki ásamt Landsbankanum. 

Nú þegar um hálftími er síðan markaðurinn opnaði hafa viðskipti með bréf félagsins átt sér stað fyrir tæplega 40 milljónir. Í lokaða og almenna útboðinu sem fram fóru nýlega var gengi bréfanna 31,5 krónur á hlut, en stendur sem stendur í 32,4 krónum á hlut. 

Efnisorð: Vodafone
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK