Íslendingar töpuðu mestu

Það þarf að koma því á hreint að forgangskröfuhafar, innistæðueigendur, líknarfélög, sveitarfélög og fleiri muni fá greitt úr þrotabúi Landsbankans. Þetta segir Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur, í viðskiptaþættinum hjá Sigurði Má.

Hann segir að almennir kröfuhafar hafi náttúrlega tapað, en þar séu íslenskir kröfuhafar stór hluti. Meðal annars hafi Seðlabankinn tapað mestu og lífeyrissjóðirnir verið hátt á lista. „Það þarf að segja frá því hvaða fórnir við höfum fært með neyðarlögunum. Það var fyrst og fremst verið að bjarga erlendum innistæðuhöfum, þeir voru langflestir,“ segir Frosti.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir