Vodafone og RÚV semja til 15 ára

Vodafone hefur gert samning um stafræna dreifingu fyrir Ríkisútvarpið næstu …
Vodafone hefur gert samning um stafræna dreifingu fyrir Ríkisútvarpið næstu 15 árin.

Samningur um stafræna dreifingu Vodafone fyrir Ríkisútvarpið undirritaður Vodafone mun annast stafræna sjónvarpsdreifingu fyrir Ríkisútvarpið næstu 15 árin samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Tekjur Vodafone vegna þjónustunnar verða um 4 milljarðar króna á tímabilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Ætluð áhrif til hækkunar á EBITDA hjá Vodafone á ársgrundvelli nema um 3 - 5%. Þá má ætla að fjárfestingar fyrirtækisins á árunum 2013 og 2014 verði umfram áður uppgefin viðmið vegna samningsins og verði á bilinu 10 - 13% af tekjum. Gert er ráð fyrir jákvæðum áhrifum á afkomu félagsins.

Samkvæmt samningnum tekur Vodafone yfir rekstur allra núverandi dreifikerfa Ríkisútvarpsins, bæði fyrir sjónvarp og útvarp.  Rekstur á FM- og langbylgjusendingum Ríkisútvarpsins verður viðvarandi á samningstímanum, en gert er ráð fyrir að rekstur á hliðrænu sjónvarpsdreifikerfi Ríkisútvarpsins leggist af í árslok 2014. Fyrir þann tíma mun Vodafone tryggja að stafrænar útsendingar á tveimur háskerpurásum fyrir Ríkisútvarpið standi 99,8% heimila til boða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK