Evruríki geti farið í greiðsluþrot

Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands.
Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands. AFP

Seðlabankastjóri þýska Seðlabankans, Jens Weidmann, sagði síðastliðinn föstudag að sá möguleiki yrði að vera fyrir hendi á evrusvæðinu að ríki þess gætu lent í greiðsluþroti en til þessa hefur Evrópusambandið lagt megináherslu á að hindra að það gerðist.

„Til lengri tíma litið ættum við að sjá til þess að ríkjum standi til boða það lokaúrræði að fara í greiðsluþrot,“ sagði Weidmann samkvæmt frétt AFP. Það væri lykilatriði til þess að koma á aga á fjármálamörkuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK