Ný áætlun um losun hafta í september

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir við Bloomberg að hann vonist til …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir við Bloomberg að hann vonist til þess að ný áætlun um losun hafta liggi fyrir í september. Morgunblaðið/Eggert

Forsætisráðherra vonast til þess að ný áætlun um afnám gjaldeyrishafta liggi fyrir í lok sumars. Áætlunin mun meðal annars byggjast á hugmyndum Sigmundar Davíðs, en verður annars unnin í samráði við seðlabankann og ráðherranefnd. Þetta segir Sigmundur í samtali við Bloomberg-fréttaveituna.

Sagði hann að íslensk stjórnvöld stefndu á að ný áætlun um afnám haftanna lægi fyrir í september á þessu ári. „Það mun ekki taka of langan tíma að klára verkið,“ hefur Bloomberg eftir Sigmundi.

Þá sagðist Sigmundur „vera með ákveðnar hugmyndir til að leysa“ snjóhengjuvandann, sem hann hygðist ræða við seðlabankastjóra um. Neitaði hann að gefa fréttaveitunni upp hvaða hugmyndir það væru.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK