Kaffitár færir sig yfir í kruðerí

Á næstunni ætlar Kaffitár að opna nýtt kaffihús þar sem áhersla verður lögð á brauð og bakarísvörur. Nýja kaffihúsið hefur fengið nafnið Kruðerí og verður staðsett á Nýbýlavegi í Kópavogi, en auk þess að opna kaffihúsið ætlar Kaffitár að hefja sjálft framleiðslu á brauði og bakkelsi.

Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og forstjóri Kaffitárs, segir í þættinum Viðskipti með Sigurði Má, að fyrst sé þetta hugsað sem stoðþjónusta við rekstrur Kaffitárs, en hún gerir ráð fyrir að í framtíðinni muni þau auka framleiðsluna og selja til annara smásöluaðila. Þá verði einnig horft til þess að selja beint til vinnustaða.

Hún segir að þau hafi fundið fyrir því að bæta mætti meðmæli og mat á kaffihúsunum, en flestir viðskiptavinirnir hafi verið mjög sáttir með kaffið. „Við höfum fundið það þegar við spyrjum kúnnann okkar hvað betur mætti fara, þá nefna þau alltaf matinn. Við gerum kaffi afspyrnu vel og erum með færa kaffibarþjóna. Það kunnum við upp á 10, en maturinn hefur verið verið góður, en ekki af sama kaliberi og kaffið vegna þess að við gátum þetta ekki vegna aðstöðuleysis,“ segir Aðalheiður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK