Heimsins stærsta spurningasafn

Í október mun tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla kynna nýtt samfélagsnet kringum spurningaleiki sem fyrirtækið hefur verið að gera fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Um hundrað þúsund spurningar verða í gagnagrunninum til að byrja með í yfir hundrað flokkum, en Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta vera stærsta gagnagrunn sinnar tegundar í heiminum.

Spilarar munu geta spilað spurningaleiki, en í framhaldinu tengst við spilara í sama bæjarfélagi, eða hinu megin á hnettinum. Þorsteinn segir þetta vera gífurlega góða leið fyrir fólk að mynda ný samskipti við fólk sem það þekki ekki áður, en það hefur oft verið vandamál annarra samfélagsmiðla. Þorsteinn er gestur í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK