Frá CLARA til Plain Vanilla

Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið CLARA en hefur nú gengið …
Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið CLARA en hefur nú gengið til liðs við Plain Vanilla.

Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins CLARA, hefur gengið til liðs við leikjaframleiðandann Plain Vanilla. Gunnar tekur við stöðu „chief operating officer“.

Gunnar Hólmsteinn er 28 ára og stofnaði CLARA árið 2008, en bandaríski hugbúnaðarrisinn Jive Software keypti fyrirtækið síðasta vor. Gunnar hefur buið í San Francisco undanfarið og starfað hjá Jive Software, en flytur nú aftur til Íslands til að taka við starfinu hjá Plain Vanilla.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Gunnar muni starfa við hlið forstjóra Plain Vanilla, Þorsteins Baldurs Friðrikssonar, og meginverkefni hans verði að taka þátt í að leiða fyrirtækið í gegnum hinn hraða vöxt sem fylgt hefur útgáfu og vinsældum QuizUp-spurningaleiksins. 

Gunnar hefur þegar hafið störf og segist spenntur og fullur tilhlökkunar að taka þátt í ævintýrinu með starfsfólki Plain Vanilla. Hann segir Þorstein hafa spurt sig nær vikulega síðan síðasta vor hvort hann vildi ekki ganga til liðs við Plain Vanilla.

„Það kitlaði alltaf mjög mikið og á endanum gat ég ekki staðist freistinguna og sló til. Þetta leggst vel í mig enda er Plain Vanilla mjög spennandi fyrirtæki á alþjóðlegan mælikvarða. Þetta sést m.a. á því að mikið er rætt um Plain Vanilla manna á meðal í Kísildalnum þar sem ég hef starfað undanfarið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK