Google leggur sæstreng yfir Kyrrahafið

Google mun leggja sæstrenginn FASTER yfir Kyrrahafið.
Google mun leggja sæstrenginn FASTER yfir Kyrrahafið. AFP

Tæknirisinn Google og fimm asísk fjarskiptafyrirtæki hafa tekið höndum saman um lagningu nýs sæstrengs milli Bandaríkjanna og Japans, en hann verður um 9.000 kílómetrar að lengd og mun kosta um 300 milljónir dala, eða 34 milljarða króna.

Verkefnið gengur undir nafninu „FASTER“, en það þýðir „hraðar.“ Í Bandaríkjunum er svo gert ráð fyrir að strengurinn muni tengjast við nokkrar stórborgir, svo sem San Francisco, Portland og Seattle, en þær eru allar þekktar fyrir tæknifyrirtæki og nýsköpun.

Strengurinn mun hafa mestu burðargetur gagnamagns sem nú þekkist, en nokkur hundruð sæstrengir eru nú þegar í höfum heimsins.

Meðal farskiptafyrirtækjanna sem taka þátt í verkefninu eru japanska fyrirtækið KDDI, kínversku fyrirtækin China Mobile International, China Telecom Global, auk Malaysia's Global Transit og SingTel frá Singapúr. 

Gert er ráð fyrir að strengurinn verði tekinn í notkun árið 2016, en Google hefur áður tekið þátt í lagningu sæstrengja og er meðal annars að byggja upp eigið háhraðanet á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK