Ennþá með eitt umfangsmesta kerfið

Fjármálakerfið á Íslandi er ennþá eitt umfangsmesta í Evrópu þrátt …
Fjármálakerfið á Íslandi er ennþá eitt umfangsmesta í Evrópu þrátt fyrir umskipti á liðnum árum. Samsett mynd/Eggert

Í árslok 2013 voru heildarfjáreignir fjármálafyrirtækja tæplega áttföld landsframleiðsla og miðað við önnur Evrópuríki er Ísland enn með eitt umfangsmesta fjármálakerfið jafnvel þótt umskipti hafi orðið hér á síðustu árum. Til samanburðar var hlutfallið um fjórtánföld landsframleiðsla árið 2007.

Þetta kemur fram í heildstæðum fjármálareikningi Hagstofunnar fyrir árin 2003 til 2013 sem gefinn var út í fyrsta skipti í dag. Þar kemur fram að  heildarfjáreignir innlendra efnahagsgeira námu 1.289% af landsframleiðslu í árslok 2013 en á sama tíma námu fjárskuldbindingar 1.694% af landsframleiðslu. Af heildarfjárskuldbindingum voru hæstar fjárskuldbindingar fjármálafyrirtækja í slitameðferð, sem námu 9.705 milljörðum króna í árslok 2013 en þessar skuldir eru að mestu bundnar við erlenda kröfuhafa. Fjáreignir erlendra aðila innan íslenska hagkerfisins námu 12.929 milljörðum króna í árslok 2013.

Þrotabú bankanna með fimmfalda landsframleiðslu

Ljóst er að umfang fjárskuldbindinga fjármálastofnana í slitameðferð í íslenska fjármálakerfinu er umtalsvert og verður þar til uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna liggur fyrir en fjárskuldbindingum þeirra námu rúmlega fimmfaldri landsframleiðslu í árslok 2013. Þó má segja að það dragi úr umsvifunum þar sem árið 2009 voru heildarfjáreignirnar 226% af landsframleiðslu en árið 2013 var hlutur þeirra kominn í 172%

Jafnvægi að nást

Árið 2013 var hlutafé og annað eigið fé fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja rúm 31% af heildarfjárskuldbindingum sem er hæsta hlutfall sem sést hefur í fjármálareikningum fyrir þennan geira á tímabilinu.

Mikil eigna- og skuldaaukning varð hjá eignarhaldsfélögum í uppsveiflunni 2003–2007 en samkvæmt tölum Hagstofunnar hér til hliðar má glögglega má sjá þann mikla eignabruna sem varð hjá félögunum í kjölfar fjármálakreppunnar. Sú mynd sem blasir hins vegar við í lok tímabilsins bendir til þess að jafnvægi sé að myndast hjá þessum efnahagsgeira. Heildarfjáreignir eignarhaldsfélaga námu 141% af landsframleiðslu í árslok 2013.

Fjáreignir heimila og félagasamtaka stóðu í 4.226 milljörðum króna í árslok 2013 en heildar-fjárskuldbindingar þeirra voru 1.745 milljarðar króna á sama tíma. Af fjáreignum heimilanna telja lífeyrisréttindi hæst eða 3.188 milljarðar í árslok 2013. Hafa ber í huga að fastafjármunir, eins og fasteignir eru ekki meðtaldir í reikningunum, en samspil fjáreigna og annarra fjármuna gefa heildarsýn á eiginfjárstöðu heimilanna.

Fjáreignir og skuldbindingar eignarhaldsfélaga. Hér má glögglega sjá eignabrunann eftir …
Fjáreignir og skuldbindingar eignarhaldsfélaga. Hér má glögglega sjá eignabrunann eftir hrun. Mynd/Hagstofan
Fjáreignir heimila og félagasamtaka stóðu í 4.226 milljörðum króna í …
Fjáreignir heimila og félagasamtaka stóðu í 4.226 milljörðum króna í árslok 2013. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK