Actavis kaupir Allergan

Rannsóknarstofa Actavis
Rannsóknarstofa Actavis Mynd/Sigurgeir Sigurðsson

Actavis Plc., móðurfélag Actavis á Íslandi, hefur samþykkt að greiða um 66 milljarða bandaríkjadala fyrir bótox-framleiðandann Allergan í hlutafé og peningum og hefur þar með yfirboðið Valeant lyfjafyrirtækið sem einnig sóttist eftir því fyrrnefnda.

Samkvæmt frétt Wall Street Journal greiðir Actavis 219 bandaríkjadali fyrir hvern hlut. Sextíu prósent kaupverðsins verður greitt með reiðufé en fjörtíu prósent með hlutabréfum. 

Með samkomulaginu verður fyrirtækið eitt af tíu stærstu lyfjafyrirtækjum heims þegar litið er til sölutekna sem talið er að muni nema um 23 milljörðum bandaríkjadala á næsta ári. Í samtali við Forbes sögðu forsvarsmenn Actavis að líklega yrði gengið frá samkomulaginu á öðrum ársfjórðungi á næsta ári. 

Bill Ackman, einn meirihlutaeigenda Allergan, hefur í nokkurn tíma reynt að fá aðra eigendur fyrirtækisins til að taka kauptilboði lyfjafyrirtækisins Valeant, sem ásamt vogunarsjóðnum Pershing Squire Capital Management, hefur boðið um 53 milljarða bandaríkjadala fyrir fyrirtækið. Eigendurnir hafa þó hingað til hafnað því að selja Allergan. Actavis sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja og er fjórða stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK