Vilja ekki taka þátt í þjóðarsátt

Ólafía Björk, formaður VR.
Ólafía Björk, formaður VR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Traust félagsmanna VR á stjórnvöldum hefur beðið hnekki og innan við helmingur þeirra er hlynntur hugmyndinni um þjóðarsátt aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda þar sem áhersla yrði lögð á lækkun verðlagst í stað launahækkana. Árið 2010 voru tveir þriðju hluta hlynntir hugmyndinni og 63 prósent árið 2013.

Niðurstöður könnunar meðal félagsmanna VR var kynnt á fundi trúnaðarráðs í gær en þar kemur fram að þeir vilja í auknum mæli leggja áherslu á beinar launahækkanir í kjarasamningum. 

Kröfugerð VR fyrir næstu kjarasamninga liggur að mestu fyrir að launaliðnum undanskildum en hann var til umræðu á fundinum og hefur formaður félagsins fengið umboð til að halda vinnu við hann áfram.

Hækka lægstu launin

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, sagði á fundinum að ljóst væri að félagsmenn VR, eins og aðrir starfsmenn á almennum vinnumarkaði, krefjist sanngirnis og leiðréttinga í ljósi þróunarinnar síðustu misseri. Innan VR er millitekjuhópurinn stærstur og hentar blönduð leið krónutölu- og prósentuhækkunar félaginu vel að sögn Ólafíu. Þá sagði hún að þeir félagsmenn hefðu á undanförnum árum tekið á sig mestu byrðarnar og mikilvægt væri að leggja áherslu á að tryggja kjör þeirra ásamt því að hækka lægstu launin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir