Hætt við að hætta við söluna

Erla Wig­e­lund, eigandi Verðlistans.
Erla Wig­e­lund, eigandi Verðlistans. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Við hættum við í bili en erum nú hætt við það,“ segir Erla Wig­e­lund, eigandi Verðlistans til fimmtíu ára. Erla setti húsnæðið á sölu í haust en tímdi síðan ekki að selja. Nú er húsið hins vegar aftur komið á sölu.

Auk verslunarinnar á Erla íbúðina fyrir ofan þar sem hún hefur búið frá árinu 1980. Verðlistinn verður fimmtíu ára á páskadag og stefnir Erla á að halda upp á daginn ef hún verður í bænum. Hún segist eiga eftir að sakna verslunarinnar og segir hana vera sem eina af börnum sínum. Erla segist hins vegar vera orðin lúin og því sé ráð að hætta rekstri enda orðin 86 ára gömul.

Áhugi á kaffihúsi í hverfinu

Verðlistinn er við Laugarnesveg og eru báðar hæðirnar skráðar til sölu í einu lagi. Erla segir að nokkur tilboð liggi á borðinu og bendir á að hún hafi meðal annars heyrt af hóp sem hafi áhuga á að opna kaffihús á neðri hæðinni. Erla telur það bráðgóða hugmynd og vísar til þess að hún þurfi oft að bíða í þrjú korter eftir borði á Laugarás, öðrum hverfisveitingastað í grenndinni.

Áhuginn fyrir kaffihúsi í hverfinu virðist þó nokkur en t.d. hefur verið stofnaður Facebook hópur er nefnist „Hugmyndir að starfsemi í gamla Verðlistanum.“ Þar ræða íbúar hverfisins um að stofna félag og kaupa húsnæðið í sameiningu undir kaffihús.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK