Þrautaleikur með tónlist eftir Svavar Knút

Skjáskot úr Prismatica leiknum

Prismatica er nýr íslenskur tölvuleikur sem kom út fyrir iOS, Android and Windows stýrikerfi í vikunni. Leikurinn hefur m.a. hlotið tilnefningu IMGA(International Gaming Awards) verðlauna árið 2014 og 2015 sem besti væntanlegi leikurinn (e. Best Upcoming Game) og verið kynntur á tölvuleikjasýningum ytra eins og Radius Festival í London 2014 og E3 2015.

Þórður Matthíasson hjá Loomes Games hannaði og smíðaði leikinn sem sækir innblástur í Rúbiks kubbinn, Súdúkó og Tólfflötunga (e. Dodecahedron). Leikurinn gengur út á að afrugla litríkum sexhyrninga borðum aftur í upprunalega mynd en hann er líklega best útskýrður í myndskeiðinu hér að neðan.

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur samdi tónlist sérstaklega fyrir leikinn – hana má hlýða á í myndskeiðinu.

PC and Mac OS útgáfa af leiknum kom út fyrr á árinu á Steam, Mac App Store og Humble Store.

Prismatica er fyrsti íslenski tölvuleikurinn sem kemur út á svo fjölbreytta tækjaflóru og hann er auk þess væntanlegur fyrir Xbox One og WiiU leikjatölvurnar í byrjun 2016.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/FfAWEvnDCgE" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK