Nam opnar eftir nokkurra mánaða bið

Frá veitingastað Nam á Bíldshöfða.
Frá veitingastað Nam á Bíldshöfða. Mynd/Nam

Rúmum sex mánuðum eftir að veitingastaðurinn Nam við Laugaveg var tilbúinn til opnunar eru endanleg leyfi frá Reykjavíkurborg í höfn og eftir að hafa verið færður sex metrum innar í húsnæðinu vegna skipulagsmála er komið að stóru stundinni.

Klukkan ellefu á föstudag opnar Nam formlega að Laugavegi 18b.

„Þetta hefur verið athyglisvert ferðalag um víðlendur kerfisins en nú er bara skemmtun framundan og við hlökkum til að bjóða upp á mat sem er ekki líkur neinum öðrum asískum mat hérlendis, sem byggir á fersku hráefni, matreiðslu með ástríðu og á góðu verði,“ segir Emil Helgi Lárusson, annar eigenda Nam.

Stofnuðu Serrano

„Við Einar Örn Einarsson, sem stofnuðum Serrano, höfðum lengi gengið með þann draum í maganum að opna stað sem einbeitti sér að austurlenskri matargerð,“ segir Emil.

„Vorið 2011 fengum við pláss hjá N1 Bíldshöfða, en á þeim tíma var sænskur matreiðslumeistari, Alexander Sehlstedt, að vinna með okkur í Svíþjóð. Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu á austurlenskri matargerð og hafði verið matreiðslumaður á Michelin stjörnu veitingastað. Hann setti saman matseðilinn meðan við settum staðinn saman,“ segir Emil Helgi um upphaf Nam en þeir félagar fylgdu ævintýrinu eftir með opnun annars Nam staðar á Nýbýlavegi í Kópavogi sumarið 2014.

Og nú er það sá þriðji.  

Mega ekki sjást

„Það er frábært að komast í miðbæ Reykjavíkur og fara í samstarf með fólkinu á ferðaskrifstofunni Around Iceland sem eru í fremra rýminu, sem má sjást frá Laugaveginum. Við lögðum upp með þá hugmynd að útbúa notalegt umhverfi með frábærum mat á góðu verði fyrir alla þá sem eiga leið þarna hjá. Á föstudag verður sú hugmynd að veruleika.“

Ástæðan fyrir því að veitingastaðurinn má ekki sjást frá götunni eru starfsemiskvótareglur Reykjavíkurborgar um miðbæinn. 

Eins og staðan er í dag er ekki hægt að lækka frek­ar hlut­fall smá­sölu­versl­un­ar á jarðhæð við Banka­stræti, Lauga­veg og Skóla­vörðustíg.

Á staðnum er boðið upp á skálar og svokölluð bento box þar sem viðskiptavinurinn velur sinn grunn af salati, núðlum eða grjónum. Auk þess er boðið upp á núðlusúpur og Bahn Mi samlokur.

„Við erum kannski best faldi veitingastaðurinn í miðbænum en það er þess virði að finna okkur,“ segir Emil.

Mynd af Facebook síðu Nam
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK