Metaðsókn á Verk og vit

Níutíu sýnendur tóku þátt í sýningunni.
Níutíu sýnendur tóku þátt í sýningunni.

Alls mættu um 23 þúsund gestir á sýninguna Verk og vit sem fór fram í Laugardalshöll um helgina og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Á síðustu sýningu, sem haldin var árið 2008, mættu um átján þúsund manns. Níutíu sýnendur tóku þátt og kynntu fyrir gestum vörur sínar og þjónustu. 

Það er greinilegt að Verk og vit hefur skipað sér mikilvægan sess hjá fagaðilum til að hittast og mynda viðskiptasambönd. Við vissum fyrir að fagaðilar yrðu áhugasamir en það er augljóst að almenningur hefur líka áhuga á að skoða það sem fyrirtæki í þessum geira hafa fram að færa. Það sjáum við meðal annars á þeim mikla fjölda sem lagði leið sína í Laugardalshöll um helgina. Sýningin tókst mjög vel og sýnendur lögðu sig alla fram,“ er haft eftir Ingibjörgu Grétu Gísladóttur, framkvæmdastjóra sýningarinnar, í tilkynningu.

Sýningin Verk og vit er ætluð fagaðilum sem koma að bygginga- og mannvirkjagerð á ýmsum stigum, s.s. sveitarfélögum, verktökum, iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, hönnuðum og ráðgjöfum.

Framkvæmdaaðili sýningarinnar er AP almannatengsl og samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Landsbankinn, LNS Saga, Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins.

Frétt mbl.is: Bás Tækniskólans bestur

Verk og Vit fór fram í Laugardalshöll um helgina.
Verk og Vit fór fram í Laugardalshöll um helgina.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK